Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 23. mars 2023 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
UEFA skipar starfshóp til að rannsaka greiðslur frá Barcelona
2008-2009 vann Barcelona þrennuna.
2008-2009 vann Barcelona þrennuna.
Mynd: Getty Images
UEFA hefur skipað starfshóp til að kanna greiðslur Barcelona til fyrrverandi varaforseta dómaranefndar Spánar.

Barcelona er sakað um að hafa greitt Jose Maria Enriquez Negreira 8,4 milljónir evra til að fá hagstæðir dómgæslu. Spænska félagið er ákært fyrir spillingu, trúnaðarbrest og falsaða pappíra.

Greiðslurnar, sem Barcelona greiddi til fyrirtækis Negreira, ná frá árinu 2001 allt til 2018 og voru þær hæstar á síðustu þremur árunum. Barcelona neitar allir sök í málinu.

„Siðferðis- og agaeftirlitsmenn hafa verið skipaðir til að rannsaka mögulegt brot FC Barcelona á lagaramma UEFA í tengslum við „Caso Negreira"," segir í tilkynningu UEFA.

Sjá einnig:
Valverde og Enrique bera vitni í mútumálinu
Negreira ber Alzheimer fyrir sig
Barcelona sakað um stórfelldar mútur
Athugasemdir
banner
banner