Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 23. apríl 2021 19:29
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þúsundir mættu til að mótmæla Kroenke
Stan Kroenke.
Stan Kroenke.
Mynd: Getty Images
Arsenal er þessa stundina að spila við Everton í ensku úrvalsdeildinni. Staðan er markalaus.

Leikið er á Emirates-vellinum í London en fyrir utan völlinn mættu hafa þúsundir stuðningsfólks Arsenal verið að mótmæla í kvöld.

Stuðningsfólk Arsenal vilja losna við bandaríska eigandann Stan Kroenke. Stuðningsfólk Arsenal er komið með nóg af Kroenke og vill að hann selji félagið.

Arsenal var á meðal þeirra félagið sem hugðist taka þátt í Ofurdeildinni en hefur dregið þáttöku sína til baka. Ofurdeildin gerði stuðningsfólk fótboltafélaga víðs vegar um Evrópu brjálað þar sem hún snerist um að gera ríku félögin ríkari. Tólf félög hefðu átt fast sæti í keppninni á ári hverju og hefðu ekki þurft að vinna fyrir því.

Kroenke var ekki vinsæll fyrir en hann virðist ekki hafa mikinn áhuga á Arsenal og hefur ekki opnað vasa sína mikið fyrir félagið.

Hér að neðan má sjá myndir og myndbönd frá mótmælunum.






Athugasemdir
banner
banner