Risaverðmiði á Isak sem er á óskalista Chelsea - Bayern ætlar að reyna við Onana - Áhugi frá Sádi-Arabíu á Garnacho
banner
   sun 23. júní 2024 16:46
Sölvi Haraldsson
2. deild: Dramatík í Vogunum og KFA tapaði óvænt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Í dag voru spilaðir 5 leikir í 2. deild karla. Allir leikirnir byrjuðu klukkan tvö nema leikur Reynis Sandgerði gegn KF sem hófst klukkan 15:00.


Kormákur/Hvöt vann óvæntan, og mjög sætan, 1-0 sigur í Vogunum á Þrótti Vogum í dag. Allt leit út fyrir að við myndum fá markalaust jafntefli áður en Artur Balicki skoraði sigurmarkið á 89. mínútu fyrir gestina.

Víkingur Ólafsvík unnu góðan 4-2 sigur á Austfirðingunum í Hetti/Huginn. Luke Williams kom heimamönnum yfir í fyrri hálfleik áður en gestirnir jöfnuðu fyrir hálfleik. Luke Williams var þá aftur á ferðinni í upphafi síðari hálfleiks og kom Ólsurum yfir í 2-1. 

Víkingar skoruðu tvö mörk í viðbót undir lok leiks en gestirnir minnkuðu muninn með marki frá spilandi aðstoðarþjálfaranum Björgvini Stefáni Péturssyni í uppbótartímanum.

Þá vann Ægir Völsung 2-1 á Húsavík og fara þ.a.l. upp fyrir þá í töflunni í 3. sætið.

KFG tóku einnig óvæntan sigur á KFA fyrir austan. Þetta er annar sigur KFG á tímabilinu.

Völsungur 14:00 Ægir

1-0 Rafnar Máni Gunnarsson ('78 )

Rautt spjald: Santiago Feuillassier Abalo, Völsungur ('90)

Víkingur Ó. 4 - 2 Höttur/Huginn

1-0 Luke Williams ('13 )

1-1 Martim Fortuna Soares Sequeira Cardoso ('29 )

2-1 Luke Williams ('63 )

3-1 Ivan Rodrigo Moran Blanco ('81 )

3-2 Björgvin Stefán Pétursson ('90 )

4-2 Björn Axel Guðjónsson ('90 )

KFA 14:00 KFG

0-1 Jón Arnar Barðdal ('72 )

0-2 Bjarki Hauksson ('88 )

1-2 Birkir Ingi Óskarsson ('90 )

Þróttur V. 0 - 1 Kormákur/Hvöt

0-1 Artur Jan Balicki ('89 )


Athugasemdir
banner
banner
banner