Risaverðmiði á Isak sem er á óskalista Chelsea - Bayern ætlar að reyna við Onana - Áhugi frá Sádi-Arabíu á Garnacho
banner
   sun 23. júní 2024 18:04
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið kvöldsins: Embolo og Rieder koma inn
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Lokaumferð riðlakeppni EM hefst í kvöld þar sem Sviss og Þýskaland berjast um toppsætið á meðan Ungverjaland og Skotland kljást um þriðja sætið.

Murat Yakin gerir tvær breytingar á svissneska byrjunarliðinu sem gerði jafntefli við Skotland í síðustu umferð. Þar koma Breel Embolo og Fabian Rieder inn í liðið fyrir Ruben Vargas og Xherdan Shaqiri.

Julian Nagelsmann breytir hins vegar engu við þýska byrjunarliðið sem er búið að vinna fyrstu tvo leiki sína nokkuð þægilega. Þar eru það Florian Wirtz, Jamal Musiala og Kai Havertz sem leiða sóknarlínuna.

Sviss þarf sigur til að stela toppsæti riðilsins af Þjóðverjum en þeir eru nokkuð öruggir með annað sætið sem stendur, þó að þeir tapi þessum leik hér í kvöld.

Sviss: Sommer, Akanji, Schar, Rodriguez, Widmer, Freuler, Xhaka, Rieder, Aebishcer, Ndoye, Embolo

Þýskaland: Neuer, Kimmich, Tah, Rudiger, Mittelstadt, Kroos, Gundogan, Andrich, Musiala, Wirtz, Havertz

Skotar og Ungverjar eru að berjast um þriðja sætið sem gæti komið öðru hvoru liðinu upp úr riðlakeppninni. Ljóst er að jafntefli mun ekki gera mikið fyrir þessi lið hér í dag og því verður spilað til sigurs.

Steve Clarke gerir eina breytingu á skoska liðinu sem náði jafntefli gegn Sviss í síðustu umferð, þar sem Scott McKenna, leikmaður FCK, kemur inn í byrjunarliðið fyrir meiddan Kieran Tierney.

Ungverjar gera tvær breytingar frá tapinu gegn Þjóðverjum, þar sem Endre Botka kemur inn í varnarlínuna fyrir Attila Fiola og Callum Styles fær tækifæri á miðjunni í staðinn fyrir Adam Nagy.

Styles er uppalinn á Englandi og leikur með Sunderland í Championship deildinni. Hann er að spila sinn fyrsta leik á stórmóti í kvöld.

Skotland: Gunn, Ralston, Hendry, Hanley, McKenna, Robertson, McGinn, Gilmour, McGregor, McTominay, Adams

Ungverjaland: Gulacsi, Botka, Orban, Dardai, Bolla, Styles, Schafer, Kerkez, Sallai, Szoboszlai, Varga
Athugasemdir
banner
banner