Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   þri 23. júlí 2024 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jada Colbert aftur í Grindavík (Staðfest) - Frábær í fyrra
Jada Colbert hér til hægri.
Jada Colbert hér til hægri.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grindavík hefur fengið góðan liðsstyrk í Lengjudeild kvenna því Jada Colbert er komin aftur til félagsins.

Colbert spilaði með Grindavík í fyrra og var þá á bekknum í liði ársins. Eftir tímabilið fór hún til Kýpur en hún er núna mætt aftur til Íslands.

Áður en Jada kom til Grindavíkur í fyrra, þá var hún í háskólaliði Iowa State þar sem hún gerði fjögur mörk í 17 leikjum og var markahæst í liðinu.

Jasmine, tvíburasystir Jada, lék einnig með Grindavík í fyrra en þær hafa verið saman á Kýpur síðustu mánuði.

Grindavík er þessa stundina í áttunda sæti Lengjudeildarinnar, fjórum stigum frá fallsvæðinu.
Athugasemdir
banner
banner