Grindavík hefur fengið góðan liðsstyrk í Lengjudeild kvenna því Jada Colbert er komin aftur til félagsins.
Colbert spilaði með Grindavík í fyrra og var þá á bekknum í liði ársins. Eftir tímabilið fór hún til Kýpur en hún er núna mætt aftur til Íslands.
Colbert spilaði með Grindavík í fyrra og var þá á bekknum í liði ársins. Eftir tímabilið fór hún til Kýpur en hún er núna mætt aftur til Íslands.
Áður en Jada kom til Grindavíkur í fyrra, þá var hún í háskólaliði Iowa State þar sem hún gerði fjögur mörk í 17 leikjum og var markahæst í liðinu.
Jasmine, tvíburasystir Jada, lék einnig með Grindavík í fyrra en þær hafa verið saman á Kýpur síðustu mánuði.
Grindavík er þessa stundina í áttunda sæti Lengjudeildarinnar, fjórum stigum frá fallsvæðinu.
Athugasemdir