Ítalska félagið Triestina er búið að gera þriggja ára samning við hinn 18 ára gamla Stíg Diljan Þórðarson sem kemur til félagsins úr röðum Benfica í Portúgal.
Stígur lék með unglingaliði Benfica og átti eitt ár eftir af samningi sínum við félagið þegar hann fékk að skipta yfir til Triestina.
Triestina leikur í C-deildinni á Ítalíu og er Kristófer Jónsson þegar á mála hjá félaginu.
Stígur leikur sem hægri kantmaður og gerir þriggja ára samning við Triestina.
Hann á 13 landsleiki að baki fyrir yngri landslið Íslands og hefur skorað 4 mörk í þeim.
L'esterno Stígur Thórdarson firma con la Triestina.
— US Triestina Calcio 1918 (@triestina1918) July 23, 2024
Winger Stígur Thórdarson joins Triestina. https://t.co/gJroCx1N1H pic.twitter.com/sN9zT4Meef
Athugasemdir