Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 23. ágúst 2019 19:54
Ívan Guðjón Baldursson
Inkasso: Víkingur skellti Fjölni í Ólafsvík
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur Ó. 4 - 1 Fjölnir
1-0 Harley Willard ('7, víti)
2-0 Sorie Barrie ('30)
3-0 Guðmundur Magnússon ('41)
3-1 Albert Brynjar Ingason ('68, víti)
4-1 Guðmundur Magnússon ('73, víti)

Víkingur Ó. fékk Fjölni í heimsókn í toppbaráttu Inkasso-deildarinnar og voru heimamenn komnir yfir snemma leiks. Harley Willard skoraði þá úr vítaspyrnu eftir að brotið hafði verið á Guðmundi Magnússyni innan vítateigs.

Fjölnismönnum tókst ekki að svara fyrir sig og tvöfölduðu Víkingar forystuna eftir mistök frá Atla Gunnari Guðmundssyni í marki gestanna. Sorie Barrie skoraði markið eftir óeigingjarnan undirbúning frá Harley.

Gummi Magg setti svo þriðja mark heimamanna áður en flautað var til leikhlés eftir góðan undirbúning frá Martin Cristian Kuittinen.

Albert Brynjar Ingason minnkaði muninn úr vítaspyrnu í seinni hálfleik en heimamenn juku aftur forystuna skömmu síðar, úr þriðju vítaspyrnu leiksins. Í þetta sinn fékk Gummi Magg að taka spyrnuna.

Meira var ekki skorað og hleypa þessi úrslit aukinni spennu í toppbaráttuna. Fjölnir er sem fyrr á toppinum, með 35 stig eftir 18 umferðir. Víkingur er í fimmta sæti, með 27 stig, og þarf að sigra fjóra síðustu leiki tímabilsins til að eiga von um að komast upp.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner