Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 23. ágúst 2019 19:40
Ívan Guðjón Baldursson
Renato Sanches seldur til Lille (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Portúgalska ungstirnið Renato Sanches er genginn í raðir Lille sem borgar 25 milljónir evra fyrir.

Sanches er 22 ára miðjumaður sem fékk að skína með portúgalska landsliðinu sem vann EM 2016 í Frakklandi.

Hann gekk í raðir Bayern München eftir Evrópumótið en náði sér aldrei á strik. Sanches var lánaður til Swansea 2017 og stóðst ekki væntingar.

Hann hefur ekki verið ánægður með lítinn spiltíma hjá Bayern og því endaði félagið á að selja hann.

Lille endaði í 2. sæti frönsku deildarinnar í vor og leikur því í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í haust.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner