fim 23. september 2021 20:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Conte hefur ekki áhuga á Barcelona og Arsenal
Mynd: Getty Images
Antonio Conte hefur verið orðaður við stjórastöðuna hjá Barcelona og Arsenal en hann hefur ekki áhuga að sögn Fabrizio Romano.

Hinn 52 ára gamli Ítali hætti sem stjóri Inter eftir að hafa unnið deildina með félaginu í fyrsta sinn í 11 ár.

Hann gerði samkomulag við Inter um að hann megi ekki taka við öðru liði á Ítalíu fyrr en eftir að yfirstandandi tímabili lýkur.

Romano segir að Conte muni bíða með að taka við einhverju liði fyrr en eftir tímabilið en jafnframt segir hann að hvorki Barcelona né Arsenal séu spennandi kostir að mati Conte.
Athugasemdir
banner
banner
banner