Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
   fös 23. september 2022 19:32
Brynjar Ingi Erluson
Heimild: RÚV 
Arnar Grétars: Ég er með munnlegt samkomulag við annað félag
Arnar Grétarsson
Arnar Grétarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er er kominn með munnlegt samkomulag við annað félag," sagði Arnar Grétarsson er hann ræddi við fréttastofu RÚV í kvöld en það félag er Valur samkvæmt öruggum heimildum Fótbolta.net.

KA sendi frá sér tilkynningu þess efni að Arnar væri hættur sem þjálfari liðsins og að Hallgrímur Jónasson myndi taka við liðinu af honum.

Hallgrímur skrifaði undir þriggja ára samning við KA en hann var áður aðstoðarmaður Arnars. Hallgrímur tekur við um mánaðarmótin en Arnar er á leið í nýtt ævintýri.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er Arnar að taka við Val en Ólafur Jóhannesson lætur af störfum eftir tímabilið.

Arnar hefur verið sterklega orðaður við Val undanfarnar vikur en þá hefur Stjarnan einnig verið í umræðunni.

„Ég er kominn með munnlegt samkomulag við annað félag, án þess að vera búinn að skrifa undir neitt og það hlýtur að vera ástæðan fyrir þessu," sagði Arnar við RÚV í kvöld er fréttirnar voru bornar fyrir hann.
Athugasemdir
banner
banner
banner