Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 23. september 2022 18:46
Brynjar Ingi Erluson
Arnar Grétars hættur með KA (Staðfest) - Hallgrímur tekur við liðinu
Arnar Grétarsson er hættur með KA og tekur Hallgrímur við búinu
Arnar Grétarsson er hættur með KA og tekur Hallgrímur við búinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Grétarsson er hættur með KA en þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu félagsins í dag. Hallgrímur Jónasson, sem hefur verið aðstoðarmaður Arnars, tekur við liðinu og gerir þriggja ára samning.

Arnar tók við KA snemma sumars 2020 og hefur náð eftirtekarverðum árangri með liðið sem er í toppbaráttu í Bestu deild karla.

Samningur hans við félagið átti að renna út eftir tímabilið en hann átti að fara í viðræður við KA í byrjun vikunnar um að framlengja samninginn.

KA sendi frá sér tilkynningu í kvöld og staðfesti að Arnar Grétarsson væri hættur með liðið. Hallgrímur, sem hefur verið aðstoðarmaður Arnars, mun stýra liðinu í síðustu fimm leikjum tímabilsins og taka við stöðunni um mánaðarmótin.

Hallgrímur átti farsælan fótboltaferil og spilaði 16 landsleiki fyrir íslenska landsliðið. Síðustu ár hefur hann þjálfað yngri flokka KA og haldið utan um afreksþjálfun félagsins en hann tók við sem aðstoðarmaður Arnars árið 2020.

„Við erum mjög ánægð með að hafa gengið frá þessari ráðningu," sagði Hjörvar Maronsson formaður knattspyrnudeildar KA.

„Það hefur verið mikill stígandi í allri þjálfun og stýringu liðsins, sem endurspeglast hefur í bættum leik liðins á undangengnum árum. Við teljum Hadda vera okkar besta val í að halda áfram á sömu braut og byggja á þeim grunni sem hér hefur verið lagður. Hann gjörþekkir alla innviði félagsins og er auk þess mikil fyrirmynd á meðal iðkenda okkar. Við hlökkum til samstarfsins með Hadda en þökkum um leið Arnari Grétarssyni fyrir mikið og óeigingjarnt starf fyrir félagið. Við sem félag erum gríðarlega þakklát fyrir starf Arnars og óskum honum alls hins besta í framtíðinni," dagði hann ennfremur.

KA er í 3. sæti Bestu deildarinnar en liðið á fimm leiki eftir í meistarariðlinum. Liðið er með 43 stig, jafnmörg og Víkingur og átta stigum á eftir toppliði Breiðabliks.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner