
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er í tölvuleiknum FIFA 23 í ár en kanadíski tölvuleikjaframleiðandinn hefur birt einkunnir leikmanna fyrir útgáfu leiksins. Glódís Perla Viggósdóttir, leikmaður Bayern München, fær hæstu einkunn.
Íslenska landsliðið er í fyrsta sinn í leiknum en alls eru sautján kvennalandslið í leiknum í ár.
Karlalandsliðið hefur verið hluti af leiknum síðustu ár en það er mikið fagnaðarefni að fá kvennalandsliðið inn í þennan geysivinsæla leik.
EA Sports hefur nú birt einkunnir leikmanna landsliðsins og er Glódís Perla þar með hæstu einkunn eða 81. Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði landsliðsins, fylgir fast á eftir með 80. Ekki er ljóst hvort fleiri leikmenn bætast við eftir útgáfu leiksins.
Listinn:
Glódís Perla Viggósdóttir 81
Sara Björk Gunnarsdóttir 80
Sveindís Jane Jónsdóttir 79
Dagný Brynjarsdóttir 79
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir 77
Sandra Sigurðardóttir 76
Guðný Árnadóttir 74
Svava Rós Guðmundsdóttir 74
Elín Metta Jensen 74
Berglind Björg Þorvaldsdóttir 74
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir 74
Guðrún Arnardóttir 73
Athugasemdir