Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 23. nóvember 2020 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Haaland um Moukoko: Sá efnilegasti í heimi
Youssoufa Moukoko.
Youssoufa Moukoko.
Mynd: Getty Images
Youssoufa Moukoko varð síðasta laugardag yngsti leikmaðurinn til að spila í þýsku deildinni er hann kom inná sem varamaður í 5-2 sigri Borussia Dortmund á Herthu Berlín.

Moukoko varð 16 ára gamall á föstudaginn og var því gjaldgengur til að spila með aðalliði Dortmund í fyrsta sinn er liðið spilaði við Herthu.

Hann kom inná sem varamaður fyrir Erling Braut Haaland á 86. mínútu og varð þar með yngsti leikmaðurinn í sögunni til að spila í þýsku deildinni. Haaland skoraði fernu í leiknum og talaði býsna vel um Moukoko eftir leikinn.

„Hann er efnilegasti leikmaður í heimi. Hann á stóran feril framundan," sagði Haaland.

Norski sóknarmaðurinn þykir nú sjálfur efnilegur. Haaland, sem er tvítugur, var á dögunum valinn Gulldrengur Evrópu árið 2020. Leikmenn sem eru undir 21 árs koma til greina í valið.
Athugasemdir
banner
banner
banner