Diaz, Salah, Gallagher, Jorginho, Greenwood, Cancelo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 23. nóvember 2022 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Daniel Badu aðstoðar Davíð Smára með Vestra
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Daniel Osafo-Badu hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari Vestra. Hann verður því Davíð Smára Lamude, þjálfara liðsins, til halds og trausts.

Badu fór til BÍ/Bolungarvíkur árið 2012 og hefur leikið fyrir vestan síðan, ef frá er talið tímabilið 2014 með Magna. Hann var einnig spilandi þjálfari á árunum 2016 og 2017.

Í færslu Vestra segir að Badu hafi komið að þjálfun á flest öllum yngri flokkum félagsins.

Badu, sem er 35 ára, kom fyrst til Íslands árið 2010 og lék þá með Njarðvík og Magna. Hann hefur samanlagt spilað 207 leiki í deild og bikar á Íslandi og skorað í þeim sjö mörk.

„Stjórn Vestra þakkar Badu kærlega fyrir sitt framlag innan vallar sem utan og óskar honum velfarnaðar í nýrri stöðu innan félagsins," segir í færslu félagsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner