Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 23. nóvember 2022 23:43
Brynjar Ingi Erluson
Ekki sáttur við spilamennskuna en sigurinn þó mikilvægur
Roberto Martínez
Roberto Martínez
Mynd: EPA
Roberto Martínez, þjálfari Belgíu, gat tekið margt jákvætt úr 1-0 sigrinum á Kanada á HM í Katar í kvöld.

Belgía spilaði ekki sinn besta leik gegn Kanadamönnum og átti erfitt með að finna taktinn.

Kanada átti nokkur hættuleg færi í leiknum og gat í raun komist yfir snemma leiks en Thibaut Courtois varði vítaspyrnu Alphonso Davies.

Belgía náði að troða inn sigurmarki undir lok fyrri hálfleiks en Martínez tekur það jákvæða úr þessum leik og það er sjálfur sigurinn.

„Þetta er svo ótrúlega erfiður leikur. Kanada var betri en við í því sem við vildum gera. Þeir eru með mikinn hraða og eru beinskeyttir og ef ég á að vera hreinskilinn þá þurftum við að sýna aðra hlið af því hvernig við spilum.“

„Ég er hæstánægður því við unnum leikinn í gegnum hugrekki og reynslu og gæði markvarðarins okkar með því að halda okkur inn í leiknum með því að verja víti. Sigurinn er mikilvægari en spilamennskan.“

„Kanada átti skilið að vera betra aðilinn miðað við hvernig liðið nálgaðist leikinn. En úrslitin sýna hvað við þurftum að gera og hvernig við vörðumst fyrir hvorn annan og nýttum færin.“

„Þú hefur séð mörg topplið tapa leikjum og í þessu móti þá nærðu að þróa leik þinn og vaxa er líður á mótið. Ef þú gerir það með því að vinna leiki þá ertu kominn með ótrúlegt forskot. Við spiluðum ekki vel og það er alveg ljóst en við þurfum að vera raunsæir og kunna að meta þennan sigur. Það er mikið til að byggja ofan á þegar þú getur unnið leik án þess að spila vel,“
sagði Martínez.
Athugasemdir
banner
banner
banner