Adeyemi tekur Arsenal fram yfir Man Utd - Sancho þarf að lækka launin um helming - Lewandowski til Fenerbahce?
   sun 23. nóvember 2025 22:10
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ítalía: Maignan magnaður í Mílanó-slagnum
Mynd: EPA
Milan vann erkifjendaslaginn gegn Inter í ítölsku deildinni í kvöld.

Eina mark leiksins kom snemma í seinni hálfleik. Alexis Saelemaekers átti skot sem Yann Sommer varði til hliðar og Christian Pulisic réðst á boltann og skoraði af öryggi.

Inter var betri aðilinn í leiknum en Mike Maignan átti frábæran leik í marki Milan.

Þegar stundafjórðungur var til loka venjulegs leiktíma fékk Inter tækifæri til að jafna metin þegar brotið var á Marcus Thuram inn í teig. Maignan gerði sér lítið fyrir og varði spyrnuna frá Hakan Calhanoglu.

Þórir Jóhann Helgason var ónotaður varamaður þegar Lecce tapaði gegn Lazio.

Milan fór upp fyrir Inter í 2. sæti deildarinnar með 25 stig, tveimur stigum á eftir toppliði Roma. Inter er í 4. sæti með 24 stig. Lazio er í 8. sæti með 18 stig en Lecce er í 16. sæti með 10 stig.

Inter 0 - 1 Milan
0-1 Christian Pulisic ('54 )
0-1 Hakan Calhanoglu ('74 , Misnotað víti)

Lazio 2 - 0 Lecce
1-0 Matteo Guendouzi ('29 )
2-0 Tijjani Noslin ('90 )
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Roma 12 9 0 3 15 6 +9 27
2 Milan 12 7 4 1 18 9 +9 25
3 Napoli 12 8 1 3 19 11 +8 25
4 Inter 12 8 0 4 26 13 +13 24
5 Bologna 12 7 3 2 21 8 +13 24
6 Juventus 12 5 5 2 15 11 +4 20
7 Como 11 4 6 1 12 6 +6 18
8 Lazio 12 5 3 4 15 9 +6 18
9 Sassuolo 11 5 1 5 14 12 +2 16
10 Udinese 12 4 3 5 12 20 -8 15
11 Cremonese 12 3 5 4 13 16 -3 14
12 Torino 11 3 5 3 10 16 -6 14
13 Atalanta 12 2 7 3 14 14 0 13
14 Cagliari 12 2 5 5 12 17 -5 11
15 Parma 12 2 5 5 9 15 -6 11
16 Lecce 12 2 4 6 8 16 -8 10
17 Pisa 11 1 6 4 8 14 -6 9
18 Genoa 12 1 5 6 11 19 -8 8
19 Fiorentina 12 0 6 6 10 19 -9 6
20 Verona 12 0 6 6 7 18 -11 6
Athugasemdir
banner