Hafrún Rakel Halldórsdóttir er búin að skrifa undir samning við Breiðablik og er samningsbundin félaginu út næstu þrjú keppnistímabil.
Hafrún Rakel er aðeins 18 ára gömul og ruddi sér leið inn í byrjunarlið Blika sem unnu Íslandsmótið í haust. Hún sinnti mikilvægu hlutverki og lék alla deildarleiki liðsins.
Hafrún er uppalin hjá Aftureldingu/Fram og á 24 leiki að baki fyrir yngri landslið Íslands. Hún var valin í æfingahóp A-landsliðsins í nóvember fyrir landsleikina gegn Slóvakíu og Ungverjalandi en kom ekki við sögu.
„Á sínu fyrsta tímabili í efstu deild sýndi Hafrún Rakel svo sannarlega að hún á framtíðina fyrir sér og það eru mikil gleðitíðindi að hafa hana áfram í Kópavoginum," segir í færslu á Facebook síðu knattspyrnudeildar Breiðabliks.
Athugasemdir