Chelsea gæti gert tilboð í Garnacho - Man City vill Cambiaso - Dortmund dregur sig úr baráttunni um Rashford
   fös 24. janúar 2025 19:34
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Stefán Ingi skoraði tvö með fyrirliðabandið
Mynd: Sandefjord
Stefán Ingi Sigurðarson var frábær í sigri Sandefjord gegn Skeid í æfingaleik í dag.

Hann spilaði fyrri hálfleikinn og bar fyrirliðabandið. Hann skoraði bæði mörk liðsins í fyrri hálfleiknum en leiknum lauk með 4-1 sigri liðsins.

Næsti leikur liðsins err gegn Eik-Tonsberg á morgun og Stefán Ingi mun spila 45 mínútur í þeim leik.

Stefán skoraði fjögur mörk í 15 leikjum fyrir liðið á síðustu leiktíð eftir komuna frá belgíska félaginu Patro Eisden en Sandefjord hafnaði í 10. sæti deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner