Chelsea gæti gert tilboð í Garnacho - Man City vill Cambiaso - Dortmund dregur sig úr baráttunni um Rashford
   fös 24. janúar 2025 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Wissa er ekki til sölu"
Wissa fagnar marki með Brentford.
Wissa fagnar marki með Brentford.
Mynd: EPA
Thomas Frank, stjóri Brentford, segir að framherjinn Yoane Wissa sé ekki til sölu.

Nottingham Forest gerði tilboð í Wissa, sem var upp á 22 milljónir punda, en því var hafnað. Arsenal hefur einnig sýnt leikmanninum áhuga.

„Það eru alls konar sögur í gangi. Ég elska félagaskiptagluggann," sagði Frank kaldhæðinn er hann ræddi við fréttamenn í dag.

„Hann er leikmaður Brentford og er að mínu mati ekki til sölu. Hann hefur staðið sig frábærlega."

Samkvæmt WyScout gögnum er Wissa einn af tíu bestu sóknarmönnum ensku úrvalsdeildarinnar. Wissa hefur leikið með Brentford frá 2021.
Athugasemdir
banner
banner
banner