Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mán 24. febrúar 2020 20:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Staðfest að engir áhorfendur verða á San Siro á fimmtudag
Inter þarf að leika án áhorfenda gegn Ludogorets.
Inter þarf að leika án áhorfenda gegn Ludogorets.
Mynd: Getty Images
Búið er að staðfesta það að Inter spili fyrir luktum dyrum þegar liðið mætir Ludogorets í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar á fimmtudagskvöld. Þetta er gert af ótta við smithættu vegna kórónu veirunnar.

Inter vann fyrri leik sinn gegn Ludogorets 2-0 í Búlgaríu.

Fjórum leikjum í Serie A var frestað af þessum sökum en kóróna veiran hefur greinst á Ítalíu undanfarna daga. Inter átti að spila gegn Sampdoria í gær, en þeim leik var frestað.

Margir skólar í Milanó voru lokaðir í dag og nú er það staðfest að engir áhorfendur verði á San Siro á fimmtudag.

Juventus og Inter eiga að mætast í risaslag í Serie A á sunnudag en möguleiki er á að þeim leik verði frestað. Fundað hefur verið um málið í dag.

Samkvæmt nýjustu fregnum ítalskra miðla hafa sex eða sjö látist á norður-Ítalíu í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner