Trent búinn að semja við Real um kaup og kjör - Man Utd ætlar að losa sig við Rashford og Casemiro - United skoðar ungan Tyrkja
   mán 24. mars 2025 09:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sektin sem Chelsea þyrfti að greiða vegna Sancho
Jadon Sancho.
Jadon Sancho.
Mynd: EPA
Það er möguleiki fyrir hendi að Jadon Sancho muni snúa aftur til Manchester United næsta sumar.

Sancho er á lánssamningi hjá Chelsea frá United og fylgir þeim lánssamningi kaupskylda. Heyrst hefur að Chelsea þurfi að greiða 25 milljónir punda fyrir Sancho ef liðið endar í einu af topp 14 sætum úrvalsdeildarinnar á þessu tímabili, sem allar líkur eru á.

Sancho fór vel af stað með Chelsea en síðan hefur hægst verulega á honum. Núna heyrast sögur þess efnis að Chelsea ætli sér að borga sekt til United til að komast undan kaupskyldu.

Samkvæmt David Ornstein hljóðar sektin upp á 5 milljónir punda.

Sancho er 24 ára vængmaður sem er samningsbundinn United fram á sumarið 2026. United keypti hann á 85 milljónir evra sumarið 2021 frá Dortmund en hann olli miklum vonbrigðum hjá félaginu og virðist ekki eiga mikla framtíð á Old Trafford þó Chelsea kaupi hann ekki.
Athugasemdir
banner
banner