Real Madrid setur sig í samband við Dalot - Gyökeres til United eða City - Salah til í eins árs samning - Rooney reynir að bjarga starfinu
   fös 24. maí 2019 11:02
Elvar Geir Magnússon
Björgvin má eiga von á fimm leikja banni
Björgvin í leik með KR.
Björgvin í leik með KR.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Miðað við sextándu grein í reglum KSÍ um aga- og úrskurðarmál fer Björgvin Stefánsson, sóknarmaður KR, líklega í fimm leikja bann að minnsta kosti.

Björgvin var að lýsa leik í Inkasso-deildinni á vefsjónvarpsstöð uppeldisfélags síns, Hauka, í gær þegar hann lét út úr sér rasísk ummæli.

„Þetta er það sem ég er alltaf að segja, það er svo stutt í villimannseðlið hjá svarta manninum,“ sagði Björgvin.

Í agareglum KSÍ segir:
„Hver sá sem misbýður öðrum einstaklingi eða hópi með fyrirlitningu, mismunun eða niðurlægingu í orði eða verki varðandi kynhneigð, kynferði, trúarbrögð, skoðanir, þjóðernisuppruna, kynþátt, litarhátt, og stöðu að öðru leyti skal sæta leikbanni í að minnsta kosti 5 leiki og banni frá viðkomandi leikvelli. Jafnframt skal félag viðkomandi sæta sekt að lágmarki að upphæð kr. 100.000. Ef sá brotlegi er forsvarsmaður liðs skal sekt félags nema að lágmarki kr. 150.000."

Það bendir allt til þess að ummæli Björgvins muni hafa áhrif á KR í Pepsi Max-deildinni. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, er að safna gögnum um málið og vísar því svo væntanlega til aganefndar sambandsins.

„Eins og staðan er núna erum við að safna gögnum, knattspyrnan fordæmir alla mismunun," sagði Klara við 433.is.

Fréttir um málið:
Björgvin Stefánsson með kynþáttaníð í beinni útsendingu
Biðst innilegrar afsökunar á heimskulegum ummælum
Knattspyrnudeild Hauka harmar ummæli Björgvins
KSÍ safnar gögnum eftir rasísk ummæli Bjögga Stef
KR sendir frá sér yfirlýsingu vegna ummæla Björgvins


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner