Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 24. maí 2022 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Times: Teymi Kane hafði samband við City í febrúar
Mynd: EPA

The Times greinir frá því að umboðsteymi Harry Kane hafi sett sig í samband við Manchester City í febrúar til að kanna áhuga á félagaskiptum.


Man City var næstum búið að ganga frá kaupum á Kane í fyrrasumar en Tottenham hafnaði 150 milljón punda tilboði rétt fyrir lok sumargluggans.

City hafnaði því að opna viðræður í febrúar og sagðist vera búið að finna manninn til að leiða sóknarlínuna. Stjórnendur félagsins hafa verið sannfærðir um að norska markavélin Erling Braut Haaland myndi samþykkja samningstilboð.

Sú varð raunin og var Haaland kynntur sem nýr leikmaður City á dögunum.

Ólíklegt er að hinn 28 ára gamli Kane yfirgefi Tottenham í sumar þar sem hann á tvö ár eftir af samningnum við félagið og ljóst að Daniel Levy mun ekki selja hann ódýrt.


Athugasemdir
banner
banner