Man Utd vill fá Phillips - Newcastle fær leikmenn frá Sádi-Arabíu
   sun 24. september 2023 16:52
Brynjar Ingi Erluson
Arteta: Við gerðum þetta að körfuboltaleik
Mikel Arteta
Mikel Arteta
Mynd: Getty Images
Declan Rice fór af velli í hálfleik
Declan Rice fór af velli í hálfleik
Mynd: Getty Images
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, var vonsvikinn með að fara ekki með sigur af hólmi í 2-2 jafnteflinu gegn Tottenham á Emirates-leikvanginum í dag.

Arsenal komst tvisvar í forystu í leiknum en einstaklingsmistök kostuðu liðið.

Bukayo Saka lét James Maddison fara illa með sig í fyrra marki Tottenham og þá tapaði Jorginho boltanum á miðsvæðinu í seinna markinu, sem Tottenham nýtti sér.

„Okkur líður eins og við höfum tapað tveimur stigum. Það er alveg rétt að leikurinn hafi verið kaflaskiptur, en um leið og við vorum með stjórn á leiknum og skorum mark þá skora þeir strax í kjölfarið.“

„Við klúðruðum stóru færi með Gabriel Jesus, þetta voru stór augnablik. Við komum samt aftur inn í leikinn og byrjuðum vel, skoruðum mark, en síðan fáum við mark í andlitið. Tilfinningalega var erfitt að kyngja þessu.“

„Mér fannst við vera í basli í 10-15 mínútur á eftir. Það vantaði ró á boltann og við gerðum þetta að körfuboltaleik. Við reyndum að ýta inn í marki í lokin, en gátum ekki náð í sigurinn.“

„Erfiðasta í þessu er að koma boltanum í netið. Við gerðum það tvisvar, en mér fannst við fá tvö ódýr mörk á okkur. Á þessu stigi munu þeir refsa þér því Tottenham er með frábæra leikmenn.“

„Við erum augljóslega vonsviknir með það hvernig við fengum á okkur þessi mörk, en svona er fótboltinn og maður verður að lifa með þessu.“


Arsenal fékk umdeilda vítaspyrnu er Cristian Romero handlék boltann í teignum. Vítið var umdeilt vegna aðdragandans, en Gabriel Jesus sást þar ýta við Maddison.

„Ég hef ekki séð þetta aftur en mínir leikmenn voru svo sannfærðir um að við myndum fá vítaspyrnu,“ sagði Arteta.

Declan Rice fór af velli í hálfleik, en Arteta segir að hann sé að glíma við meiðsli í baki.

„Honum leið mjög illa og er að glíma við vandamál í baki, þannig við urðum að taka hann af velli,“ sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner