Keflavík 2 - 1 HK
1-0 Ígnacio Heras Anglada ('6 , víti)
1-1 Marciano Aziz ('8 )
2-1 Sami Kamel ('24 )
Lestu um leikinn
1-0 Ígnacio Heras Anglada ('6 , víti)
1-1 Marciano Aziz ('8 )
2-1 Sami Kamel ('24 )
Lestu um leikinn
Keflavík vann annan leik sinn á tímabilinu í Bestu deild karla er liðið vann nauman 2-1 sigur á HK á HS Orku-vellinum í Keflavík í dag.
Liðið hafði aðeins unnið einn leik á tímabilinu fyrir leikinn en sá sigur kom í fyrstu umferðinni gegn Fylki.
Nacho Heras kom Keflavík á bragðið á 6. mínútu með marki úr vítaspyrnu en sú forysta varði ekki lengi því tveimur mínútum síðar jafnaði Marciano Aziz eftir sendingu frá Örvari Eggertssyni af hægri vængnum.
Sami Kamel gerði sigurmark Keflvíkinga á 24. mínútu. Nacho fann Muhamed Aighoul, sem kom honum á Sami. Hann var í þröngri stöðu, en náði að setja boltann í markið.
Hann var nálægt því að bæta við öðru undir lok hálfleiksins en Arnar Freyr Ólafsson varði skalla hans.
Vörn Keflvíkinga var þétt og reyndu HK-ingar eins og þeir gátu að finna jöfnunarmark. Örvar Eggertsson átti skot undir lokin, en Magnús Þór Magnússon, fyrirliði Keflvíkinga, kom til bjargar.
Fyrsti sigur Keflvíkinga síðan 10. apríl staðreynd og heldur liðið sér á lífi í deildinni, í bili að minnsta kosti.
Liðið er áfram á botninum með 15 stig, sex stigum frá næstu liðum þegar þrír leikir eru eftir. Kraftaverkin gerast og það hefur margsannað sig í þessari deild.
HK er í ágætis stöðu þrátt fyrir tapið. Liðið er í öðru sæti fallriðilsins með 25 stig, fjórum stigum frá hættusvæði.
Athugasemdir