Julian Ward mun hætta sem yfirmaður fótboltamála hjá Liverpool að þessari leiktíð lokinni.
Ward tók við starfinu síðasta sumar þegar Michael Edwards ákvað að stíga til hliðar. Ward hafði verið hægri hönd Edward um árabil.
Í starfi sínu hingað til hefur Ward spilað stórt hlutverk í því að Mohamed Salah skrifaði undir nýjan samning, ásamt því að hann sótti Darwin Nunez og Luis Diaz.
Liverpool er sagt vonsvikið með ákvörðun Ward en ekki er vitað á þessari stundu af hverju hann er að taka hana. Ekki þykir það gott fyrir enska félagið að það séu svona tíðar breytingar þegar kemur að þessu starfi.
Félagið hefur hafið leit að eftirmanni Ward en það verður ekki innanbúðar ráðning, líkt og þegar Ward var sjálfur ráðinn. Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, mun taka þátt í leitinni.
Athugasemdir