Þrír á förum frá Man City - Dalot orðaður við Real Madrid - Framherji West Ham til Milan?
   mán 24. nóvember 2025 16:09
Elvar Geir Magnússon
„Reka Arne Slot? Þér getur ekki verið alvara“
Arne Slot, stjóri Liverpool.
Arne Slot, stjóri Liverpool.
Mynd: EPA
Hlutirnir eru fljótir að breyast í boltanum. Sjö mánuðum eftir að hafa unnið enska meistaratitilinn með Liverpool beinast spjót að Arne Slot eftir slæmt gengi.

3-0 tapið gegn Nottingham Forest var sjötta tap Liverpool í síðustu sjö leikjum og liðið er í ellefta sæti, ellefu stigum frá toppliði Arsenal.

John Cross, yfirmaður fótboltafrétta hjá Mirror, var spurður að því hvort Liverpool væri betur borgið með því að skipta Slot út?

„Þetta er umræða sem við ættum ekki einu sinni að vera að taka. Reka Arne Slot? Þér getur ekki verið alvara. Við erum að tala um Liverpool en ekki Chelsea. Liverpool mun klárlega standa áfram með sínum manni," segir Cross.

„Slot var magnaður á síðasta tímabili. Þeir voru langbesta liðið. Hann tók við hópnum af Jurgen Klopp en breytingin virtist svo fyrirhafnarlaus. Hann gerði þetta glæsilega."

„Það þurfti alltaf að versla inn leikmenn. Liðið var að eldast og þurfti styrkingu. Florian Wirtz og Alexander Isak hafa enn ekki fundið sig. Trent Alexander-Arnold fór og félagið gerði mistök með því að sækja ekki nýjan miðvörð. Ibrahima Konate lítur hræðilega út og mótherjarnir leggja upp með að notfæra sér það."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 16 11 3 2 30 10 +20 36
2 Man City 16 11 1 4 38 16 +22 34
3 Aston Villa 16 10 3 3 25 17 +8 33
4 Chelsea 16 8 4 4 27 15 +12 28
5 Crystal Palace 16 7 5 4 20 15 +5 26
6 Liverpool 16 8 2 6 26 24 +2 26
7 Sunderland 16 7 5 4 19 17 +2 26
8 Man Utd 15 7 4 4 26 22 +4 25
9 Everton 16 7 3 6 18 19 -1 24
10 Brighton 16 6 5 5 25 23 +2 23
11 Tottenham 16 6 4 6 25 21 +4 22
12 Newcastle 16 6 4 6 21 20 +1 22
13 Fulham 16 6 2 8 23 26 -3 20
14 Bournemouth 15 5 5 5 21 24 -3 20
15 Brentford 16 6 2 8 22 25 -3 20
16 Nott. Forest 16 5 3 8 17 25 -8 18
17 Leeds 16 4 4 8 20 30 -10 16
18 West Ham 16 3 4 9 19 32 -13 13
19 Burnley 16 3 1 12 18 33 -15 10
20 Wolves 16 0 2 14 9 35 -26 2
Athugasemdir