Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   lau 25. janúar 2020 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ferdinand: Krakkar hættir að klæðast United treyjunni
Ferdinand vann úrvalsdeildina sex sinnum með Rauðu djöflunum.
Ferdinand vann úrvalsdeildina sex sinnum með Rauðu djöflunum.
Mynd: Getty Images
Rio Ferdinand hefur verið duglegur að gagnrýna sitt fyrrum félag, Manchester United, fyrir hrapalegt gengi á leiktíðinni. Hann var ekki sáttur eftir 0-2 tap á heimavelli gegn Burnley í vikunni og lét skoðanir sínar í ljós.

Man Utd er í fimmta sæti úrvalsdeildarinnar, með 34 stig eftir 24 umferðir. Liðið er þó aðeins með fjórum stigum meira en Newcastle sem situr í 14. sæti.

„Í hvað var þessum 600 milljónum eytt? Hvað var keypt? Ég skammast mín og mér sýnist félagið ekki vera á réttri leið," sagði Ferdinand.

„Leggjum þessi úrslit til hliðar og tölum einfaldlega um leikmannakaupin, uppbyggingu liðsins. Við höfum verið að eyða pening síðustu sjö ár en höfum ekkert til að sýna fyrir það. Þetta er óverjanlegt.

„Ef þið skoðið krakka í skólum um allt land þá eru þeir ekki að klæðast United treyjunni. Stuðningsmenn eru að yfirgefa völlinn eftir 84 mínútur. Þetta er vandræðalegt. Fólkið sem stjórnar félaginu verður að breyta einhverju."

Athugasemdir
banner
banner
banner