þri 25. janúar 2022 10:52
Elvar Geir Magnússon
Jóhann Kristinn tekur aftur við Völsungi (Staðfest)
Jóhann er að stýra Völsungi sjötta árið í röð.
Jóhann er að stýra Völsungi sjötta árið í röð.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Jóhann Kristinn Gunnarsson hefur skrifað undir nýjan samning við Völsung í 2. deildinni og tekur aftur við þjálfun liðsins.

Hann tilkynnti í haust að hann hefði ákveðið að hætta þjálfun liðsins og Völsungur hefur verið í þjálfaraleit undanfarna mánuði.

Í gær var það svo tilkynnt að Jóhann hefði samþykkt að taka aftur við stjórn liðsins en hann hefur þjálfað Völsung undanfarin fimm ár. Þar á undan hafði hann þjálfað liðið í þrjú ár 2009-2011.

Völsungi var spáð í neðri hluta 2. deildarinnar í fyrra en var í mikilli toppbaráttu allt þar til yfir lauk og endaðu mótið í 3. sæti, aðeins einu stigi frá sæti í Lengjudeildinni.

„Það var mikil gleðistund í Vallarhúsinu þegar samningar voru loks undirritaðir í dag en auk Jóa skrifuðu ellefu ungir leikmenn undir samning við félagið til tveggja ára. Almar Örn Jónasson, Andri Már Sigursveinsson, Jóhann Karl Sigfússon, Kristján Benediktsson og Benedikt Kristján Guðbjartsson gerðu sinn fyrsta samning við félagið. Á sama tíma framlengdu Arnþór Máni Böðvarsson, Gunnar Kjartan Torfason, Jakob Héðinn Róbertsson, Rafnar Máni Gunnarsson, Sigurður Már Vilhjálmsson og Tryggvi Grani Jóhannsson sína samninga til tveggja ára," segir í tilkynningu Völsungs.

„Um leið er það okkur mikið gleðiefni að tilkynna um að áður höfðu Adolf Mtasingwa Bitegeko, Jaime Agujetas Otero, Kifah Moussa Mourad og Santiago Feuillassier framlengt samninga sína út árið 2022."


Athugasemdir
banner
banner
banner