Jesús Yendis verður ekki með Fram á komandi tímabili samkvæmt heimildum Fótbolta.net.
Vinstri bakvörðurinn gekk í raðir Fram síðasta vetur og skrifaði þá undir tveggja ára samning. Már Ægisson stimplaði sig inn í lið Fram og lék flesta leikina í vinstri bakverðinum og því voru mínútur Jesús Yendis takmarkaðar.
Vinstri bakvörðurinn gekk í raðir Fram síðasta vetur og skrifaði þá undir tveggja ára samning. Már Ægisson stimplaði sig inn í lið Fram og lék flesta leikina í vinstri bakverðinum og því voru mínútur Jesús Yendis takmarkaðar.
Hann er 24 ára gamall og byrjaði sjö leiki í Bestu deildinni og kom sjö sinnum inn á sem varamaður. Átta sinnum var hann utan leikmannahóps á leikdegi, einu sinni tók hann út leikbann og fjórum sinnum var hann ónotaður varamaður.
Jesús er frá Venesúela og er líklega að ganga í raðir félags í efstu deild í heimalandinu.
Athugasemdir