Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 25. febrúar 2021 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spilar Musiala fyrsta landsleikinn gegn Íslandi?
Icelandair
Jamal Musiala er aðeins 17 ára.
Jamal Musiala er aðeins 17 ára.
Mynd: Getty Images
Jamal Musiala hefur tilkynnt að hann muni spila fyrir þýska landsliðið frekar en það enska.

Hinn 17 ára gamli Musiala hefur vakið athygli með Bayern Munchen á tímabilinu en hann var á skotskónum gegn Lazio í Meistaradeildinni í vikunni.

Musiala fæddist í Þýskalandi og á þýska móður en faðir hans á ættir að rekja til Englands og Nígeríu. Musiala flutti sjö ára til Englands með fjölskyldu sinni og bjó þar í átta ár áður en hann fór aftur til Þýskalands fyrir tveimur árum.

Musiala spilaði með enska U21 landsliðinu í fyrra en hann hefur nú ákveðið að spila fyrir þýska landsliðið í framtíðinni.

Mögulega gæti fyrsti A-landsleikur hans komið gegn Íslandi í undankeppni HM í næsta mánuði. Þýski fjölmiðillinn Bild segir að hann verði valinn í A-landsliðið í fyrsta sinn í næsta mánuði. Hann verði ekki valinn í þýska U21 landsliðið sem tekur þátt í lokakeppni EM á sama tíma.

Þess má geta að íslenska U21 landsliðið tekur einnig þátt í lokakeppni EM U21 landsliða á sama tíma og það verður gaman að sjá hvernig landsliðshóparnir verða.

Ísland og Þýskaland mætast í fyrsta leik í riðlinum í undankeppni HM 2022. Leikurinn verður í Þýskalandi 25. mars.


Athugasemdir
banner
banner
banner