Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   fim 25. febrúar 2021 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Verður að þekkja Pogba til að vita hvernig manneskja hann er"
Paul Pogba.
Paul Pogba.
Mynd: Getty Images
Eric Bailly, varnarmaður Manchester United, er mikill vinur miðjumannsins Paul Pogba og finnst mikið til hans koma.

Pogba hefur spilað stórt hlutverk fyrir Man Utd á tímabilinu, þrátt fyrir að umboðsmaður hans, Mino Raiola, hafi látið frá sér umdeild ummæli fyrr á tímabilinu.

„Þetta er búið hjá honum hjá Manchester United," sagði Raiola og talaði um það að Pogba væri óánægður hjá félaginu.

Síðan þessi ummæli komu upp, þá hefur Pogba spilað mjög vel. Bailly segir að Pogba sé misskilinn af fólki sem þekkir hann ekki.

„Paul Pogba er alltaf ánægður. Fólk sem þekkir hann ekki segir kannski að honum sé alveg sama, hann sé ekki að einbeita sér og þess háttar," sagði Bailly við spænska fjölmiðlamanninn Guillem Balague.

„En hann er alls ekki þannig. Hann er mikill atvinnumaður og leggur mikið á sig. Fólk lítur á hann og segir að honum sé sama, en hann er ekki þannig. Þú verður að þekkja hann til að vita hvernig manneskja hann er."
Athugasemdir
banner
banner
banner