Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 25. maí 2020 15:58
Elvar Geir Magnússon
Rúrik neitaði launalækkun og fær ekki að æfa
Rúrik í leik með Sandhausen.
Rúrik í leik með Sandhausen.
Mynd: Getty Images
Rúrik Gísla­son fær ekki að æfa með félagsliði sínu, þýska B-deildarliðinu Sandhausen.

Ástæðan er sú að hann neitaði að taka á sig launalækkun þegar félagið leitaði eftir því.

Þetta kom fyrst fram í hlaðvarpsþætt­in­um Dr. Foot­ball og mbl.is hef­ur staðfest­ar heim­ild­ir fyr­ir því að þetta sé staðan.

Mbl hafði sam­band við Rúrik sem vildi ekki tjá sig um málið.

Rúrik hefur verið utan hóps hjá Sandhausen í þeim tveimur leikjum sem liðið hefur spilað eftir að keppni fór aftur af stað í þýsku B-deildinni.

Sandhausen er í 14. sæti af 18 liðum og aðeins tveim­ur stig­um fyr­ir ofan fallsæti.
Athugasemdir
banner
banner