Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
   lau 25. maí 2024 16:59
Ívan Guðjón Baldursson
Guardiola: United var ekki betra liðið í dag
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Pep Guardiola svaraði spurningum eftir tap Manchester City í úrslitaleik enska bikarsins gegn Manchester United í dag.

Pep var augljóslega fúll eftir tapið og gaf mjög stutt svör til fréttamanns BBC.

„Ég óskaði strákunum bara til hamingju með frábært tímabil," svaraði Pep þegar hann var spurður út í hvað hann hafi sagt við leikmenn eftir tapið.

„Við töpuðum þessum leik og ég óska United til hamingju með sigurinn. Þetta var jafn leikur en svona getur gerst í fótboltanum. Þeir skoruðu tvö mörk og við gátum ekki skorað meira en eitt."

Fyrir upphafsflautið talaði Pep um möguleikann að tapa viðureigninni. Hann sagði að það væri allt í lagi svo lengi sem hans menn myndu spila sinn leikstíl og tapa gegn sterkara liði. Var það tilfellið í dag?

„Nei," svaraði Pep og var svo spurður hvort hann teldi United ekki hafa verið sterkari aðilann í dag. „Nei.

„Við lentum í smá erfiðleikum í fyrri hálfleik en við stjórnuðum seinni hálfleiknum gjörsamlega frá fyrstu til síðustu mínútu. Við vorum óheppnir að skora ekki meira. Yfir heildina litið var þetta flott frammistaða hjá okkur í úrslitaleik."

Athugasemdir
banner
banner