Það fór, vægast sagt, athyglisvert rautt spjald á loft í leik Grindavíkur og Hamrana í 2. deild kvenna síðasta sunnudag.
Hamrarnir unnu leikinn 2-1 eftir að Grindavík hafði misst markaskorara sinn, Birgittu Hallgrímsdóttur, af velli með rautt spjald á 20. mínútu.
Jón Júlíus Karlsson, framkvæmdastjóri Grindavíkur, deildir myndbandi af brotinu sem verðskuldaði rautt spjald að mati Ásgeirs Þórs Ásgeirssonar, dómara.
„Dómgæslan undir högg að sækja víða á Norðurlandi um helgina," skrifar Jón Júlíus við myndbandið má sjá hér að neðan.
Þórbjörg Jóna Garðarsdóttir, fyrirliði Grindavíkur, skrifar undir myndbandinu: „Dómarinn sagði að hún hefði sparkað aftan í leikmann sem var ekki með boltann. Síðan eftir leik segir hann að hún hafi togað í hana."
Atvikið umdeilda var einnig til umræðu í nýjasta þætti Heimavallarins sem hægt er að hlusta á hér að neðan.
Dómgæslan undir högg að sækja víða á Norðurlandi um helgina.
— Jón Júlíus Karlsson (@JonJKarlsson) June 23, 2020
Á 20. mínútu fær leikmaður Grindavíkur beint rautt spjald fyrir meðfylgjandi brot. pic.twitter.com/HbtGqOftVO
Athugasemdir