Joao Pedro í forgangi hjá Liverpool - Man Utd setur verðmiða á Rashford - Real Madrid missir vonina gagnvart Davies
   fim 25. júní 2020 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir hvað fékk leikmaður Grindavíkur eiginlega rautt spjald?
Birgitta skoraði en fékk svo furðulegt rautt spjald.
Birgitta skoraði en fékk svo furðulegt rautt spjald.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það fór, vægast sagt, athyglisvert rautt spjald á loft í leik Grindavíkur og Hamrana í 2. deild kvenna síðasta sunnudag.

Hamrarnir unnu leikinn 2-1 eftir að Grindavík hafði misst markaskorara sinn, Birgittu Hallgrímsdóttur, af velli með rautt spjald á 20. mínútu.

Jón Júlíus Karlsson, framkvæmdastjóri Grindavíkur, deildir myndbandi af brotinu sem verðskuldaði rautt spjald að mati Ásgeirs Þórs Ásgeirssonar, dómara.

„Dómgæslan undir högg að sækja víða á Norðurlandi um helgina," skrifar Jón Júlíus við myndbandið má sjá hér að neðan.

Þórbjörg Jóna Garðarsdóttir, fyrirliði Grindavíkur, skrifar undir myndbandinu: „Dómarinn sagði að hún hefði sparkað aftan í leikmann sem var ekki með boltann. Síðan eftir leik segir hann að hún hafi togað í hana."

Atvikið umdeilda var einnig til umræðu í nýjasta þætti Heimavallarins sem hægt er að hlusta á hér að neðan.


Heimavöllurinn - Börnin á skotskónum og fjögur sáu rautt
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner