lau 25. júlí 2020 08:00
Aksentije Milisic
Ancelotti setur markmið fyrir Richarlison - 30 mörk á næsta tímabili
Ancelotti og Richarlison mótmæla eftir leik.
Ancelotti og Richarlison mótmæla eftir leik.
Mynd: Getty Images
Carlo Ancelotti, stjóri Everton, hefur sett það markmið fyrir Brasilíumanninn Richarlison að skora 30 mörk á næsta tímabili fyrir liðið.

Richarlison skoraði 13 mörk og lagði upp þrjú og kom þannig að 37% mörkum sem Everton skoraði í ensku úrvalsdeildinni í vetur.

Richarlison sagði í viðtali við félagið fyrr í vikunni að hann stefnir á það að skora yfir 20 mörk á næsta tímabili og nú hefur Ancelotti sett það markmið á 30 mörkin.

„Ég held að það sé rangt hjá Richarlison að setja markmiðið yfir 20 mörk," sagði Ancelotti.

„Ég hef verið með leikmenn sem hafa skorað 60 mörk á tímabili, nafnið skiptir ekki máli", sagði Ancelotti og var þá auðvitað að tala um Cristiano Ronaldo.

„Á Englandi skoraði Didier Drogba 29 mörk á einu tímabili í deildinni, svo markmiðiði fyrir Richarlison á að vera 30, en ekki yfir 20."

Athugasemdir
banner
banner