Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   fim 25. júlí 2024 09:19
Ívan Guðjón Baldursson
Juve náði samkomulagi við Todibo og Koopmeiners
Mynd: Getty Images
Það eru breytingar í gangi í leikmannahópi Juventus eftir að Thiago Motta tók við þjálfarastól félagsins.

Juve er að reyna að kaupa þrjá leikmenn á næstu vikum og mun nota pening sem kemur inn fyrir sölurnar á Dean Huijsen og Matias Soulé til þess.

Hollendingurinn Teun Koopmeiners er efstur á óskalistanum hjá Motta eftir að hafa verið lykilmaður í liði Atalanta undanfarin ár og verið meðal bestu miðjumanna deildarinnar.

Auk hans er Juve að reyna að kaupa Jean-Clair Todibo frá OGC Nice og Karim Adeyemi frá Borussia Dortmund.

Juve er búið að ná munnlegu samkomulagi við Koopmeiners og Todibo um kaup og kjör og núna er ítalska stórveldið einnig búið að setja sig í samband við Adeyemi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner