Það er gríðarleg spenna á lokametrunum í 3. deildinni í ár þar sem hart er barist á öllum vígstöðum.
Kári er í góðri stöðu á toppi deildarinnar þrátt fyrir óvænt tap á heimavelli gegn Sindra í dag, en heimamenn þurftu að spila nánast allan leikinn einum manni færri eftir að Kristján Hjörvar Sigurkarlsson markvörður var rekinn af velli með beint rautt spjald.
Ivan Paponja skoraði eina mark leiksins fyrir Sindra skömmu síðar en Kára tókst ekki að jafna. Heimamenn misstu svo Benjamin Mehic af velli með tvö gul spjöld á lokakafla leiksins og urðu lokatölur 0-1.
Þetta er afar dýrmætur sigur fyrir Sindra sem er núna þremur stigum frá fallsæti í ótrúlega jafnri fallbaráttu. Kári er með fimm stiga forystu á toppinum þegar þrjár umferðir eru eftir.
Árbær og Augnablik eru í öðru og þriðja sæti og unnu þægilega sigra á heimavelli í dag. Árbær er einu stigi fyrir ofan Augnablik fyrir gríðarlega spennandi lokaumferðir.
Augnablik vann 3-0 gegn Elliða í dag á meðan Árbær skoraði fimm gegn Magna þrátt fyrir að spila stærsta hluta leiksins manni færri.
Vængir Júpíters og KV skildu þá jöfn í fallbaráttunni þó að KV hafi spilað stærsta hluta leiksins einum færri.
Hvíti riddarinn rúllaði þá yfir KFK og kom sér af botninum með frábærum sigri, en KFK er aðeins þremur stigum frá fallsæti.
Úrslit eiga enn eftir að berast úr einum leik, þar sem Víðir tók á móti ÍH í áhugaverðum slag.
Kári 0 - 1 Sindri
0-1 Ivan Paponja ('17 )
Rautt spjald: ,Kristján Hjörvar Sigurkarlsson , Kári ('12)
Rautt spjald: Benjamín Mehic , Kári ('84)
Árbær 5 - 0 Magni
1-0 Djordje Panic ('5 )
2-0 Djordje Panic ('10 )
3-0 Jonatan Aaron Belányi ('59 )
4-0 Ástþór Ingi Runólfsson ('88 )
5-0 Marko Panic ('90 )
Rautt spjald: Nemanja Lekanic, Árbær ('26)
Augnablik 3 - 0 Elliði
1-0 Viktor Andri Pétursson ('52 )
2-0 Jónþór Atli Ingólfsson ('58 )
3-0 Eysteinn Þorri Björgvinsson ('62 )
Vængir Júpiters 2 - 2 KV
0-1 Agnar Þorláksson ('38 )
0-2 Dagur Guðjónsson ('62 )
1-2 Kristófer Heimisson ('88 )
2-2 Andri Freyr Björnsson ('90 )
Rautt spjald: ,Gunnar Magnús Gunnarsson , KV ('34)
Rautt spjald: Óðinn Bjarkason , KV ('90)
Hvíti riddarinn 5 - 0 KFK
1-0 Hilmar Þór Sólbergsson ('29 )
2-0 Brynjar Hlöðvers ('34 , Sjálfsmark)
3-0 Sigurður Brouwer Flemmingsson ('78 )
4-0 Guðbjörn Smári Birgisson ('82 )
5-0 Alexander Aron Tómasson ('84 , Mark úr víti)
Rautt spjald: Björgvin Stefánsson , KFK ('90)
Athugasemdir