mán 25. nóvember 2019 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mariano lánaður í tvær leiktíðir - Fékk treyju Ronaldo
Mariano Diaz verður lánaður frá Real Madrid í tvær leiktíðir þegar félagaskiptaglugginn opnar í janúar. Þetta segir umboðsmaður hans, David Aranda.

Mariano kom upp í gegnum akademíu Real Madrid, en hann var seldur til Lyon í Frakklandi 2016 eftir að hafa átt erfitt með að koma sér inn í liðið í Madríd.

Hann var keyptur aftur til Real sumarið 2018 og fékk þá treyju númer 7, treyjuna sem Cristiano Ronaldo skildi eftir þegar hann fór til Juventus.

Óhætt er að segja að hann hafi ekki náð að standa undir treyjunúmerinu. Hann skoraði fimm mörk í 19 leikjum í öllum keppnum á síðustu leiktíð, en hann hefur ekkert spilað á þessu tímabili.

Umboðsmaðurinn sagði við Laroma24: „Hann mun fara á láni í tvær leiktíðir, við höfum ekki enn valið félagið."

Talið er að Roma á Ítalíu gæti verið eitt þeirra félaga sem hafi áhuga á Mariano.
Athugasemdir
banner