Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 25. nóvember 2020 20:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vidal fékk tvö gul á sjö sekúndum
Arturo Vidal.
Arturo Vidal.
Mynd: Getty Images
Inter Milan er í vondum málum í B-riðli Meistaradeildar Evrópu.

Liðið er þessa stundina að spila við Real Madrid á heimavelli. Staðan er 1-0 fyrir Real en Eden Hazard skoraði markið úr vítaspyrnu á sjöundu mínútu leiksins.

Núna fyrir stuttu versnaði útlitið mjög fyrir Inter þar sem miðjumaðurinn reyndi, Arturo Vidal, gerði sig sekan um mikil heimskupör.

Hann vildi fá vítaspyrnu dæmda en fékk ekki. Hann fór og lét Anthony Taylor dómara heyra það. Taylor hafði ekki mikla þolinmæði fyrir því og lyfti gulu spjaldi. En Vidal hætti ekki. Hann hélt áfram og fékk sitt annað gula spjald fyrir meira tuð, og þar með rautt. Inter er því manni færri.

„Hversu pirraður væri maður að vera samherji hans?" sagði Reynir Leósson í Meistaradeildarmörkunum á Stöð 2 Sport.

Þetta rauða spjald gæti reynst dýrkeypt fyrir Inter þar sem ítalska liðið er á botni riðilsins með tvö stig. Ef Real Madrid vinnur leikinn fer spænska stórveldið í sjö stig, einu stigi frá toppliði Borussia Mönchengladbach þegar tvær umferðir væru eftir. Útlitið þá ekki gott fyrir lærisveina Antonio Conte í Inter.


Athugasemdir
banner
banner
banner