Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, sagði við Fótbolta.net í dag að Víkingar vonuðust til að kynna tvo leikmenn á morgun.
Annar leikmaðurinn er Karl Friðleifur Gunnarsson sem kemur frá Breiðabliki.
Annar leikmaðurinn er Karl Friðleifur Gunnarsson sem kemur frá Breiðabliki.
Fréttaritari spurði Arnar hvort að leikmaðurinn væri Valgeir Valgeirsson, leikmaður HK, sem mikið hefur verið orðaður við Víking en Arnar neitaði því.
Hvernig standa málin með Valgeir, þið viljið fá hann eða eru fjölmiðlar að búa þann áhuga til?
„Við erum í ákveðnum viðræðum við HK-menn, hann er með samning þar og voðalega erfitt að tjá sig eitthvað meira um það," sagði Arnar.
„Hann er toppleikmaður og auðvitað viljum við fá toppleikmenn," bætti hann við.
Valgeir er samningsbundinn HK út næsta tímabil og hefur verið rætt um að HK vilji að Valgeir framlengi samning sinn við félagið og færi í kjölfarið á láni til Víkings.
Athugasemdir