Inter mun keppa við Liverpool um Kimmich - Verbruggen á ratsjá Chelsea - Real Madrid fylgist með Wharton
   fös 25. nóvember 2022 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjáðu hvernig ökkli Neymar leit út í gær
Brasilíumaðurinn Neymar fór meiddur af velli í gær þegar Brasilía vann 2-0 sigur gegn Serbíu í fyrsta leik sínum á HM.

Neymar var með tárin í augunum út af meiðslunum en það snerist illa upp á ökkla hans.

Neymar fer í frekari skoðun í dag en Brasilíumenn eru vongóðir um að HM sé ekki lokið hjá honum.

Brasilía er einnig með Sviss og Kamerún í riðli og er líklegt að Neymar missi af mikilvægri viðureign gegn Svisslendingum næsta mánudag.

Hér fyrir neðan má sjá mynd af því hvernig hægri ökkli hans leit út í gær, en hann var verulega bólginn.


Athugasemdir
banner
banner