Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   mán 25. nóvember 2024 07:20
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Fleiri vilja halda Hareide en fá Arnar
Icelandair
Stærsti hluti vill halda Hareide.
Stærsti hluti vill halda Hareide.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Gerð var skoðanakönnun meðal lesenda Fótbolta.net um hvern fólk vill sjá sem landsliðþsþjálfara Íslands. Góð þátttaka var í þessari könnun en 3.650 tóku þátt.

Af þeim sem tóku þátt vilja 38,6% halda Age Hareide áfram, 35% vilja fá Arnar Gunnlaugsson til að taka við og 16,8% vilja fá Frey Alexandersson.

Framtíð Hareide er í óvissu og Þorvaldur Örlygsson formaður KSÍ sagt að landsliðsþjálfaramálin séu í skoðun. Þau ættu að ráðast á næstu dögum.

Ef Hareide verður ekki áfram hafa nöfn Arnars og Freys mest verið í umræðunni en niðurstaðan í skoðanakönnuninni var opinberuð í útvarpsþættinum Fótbolti.net um helgina.


Útvarpsþátturinn - Ísland, fréttaflóð úr Bestu og Viktor Örn
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner