Mainoo til Napoli? - Höjlund snýr ekki til baka í janúar - Þrír miðjumenn orðaðir við United - Spurs tilbúið að borga 70 milljónir punda
   mán 25. nóvember 2024 09:34
Elvar Geir Magnússon
Salah vonsvikinn yfir því að hafa ekki fengið tilboð frá Liverpool
Arne Slot og Mo Salah.
Arne Slot og Mo Salah.
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mohamed Salah segist vera vonsvikinn yfir því að Liverpool hafi ekki boðið sér nýjan samning og telur að það sé líklegra að hann fari annað eftir tímabilið en verði áfram.

Liverpool hefur farið frábærlega af stað undir Arne Slot en liðið er með átta stiga forystu á toppi deildarinnar. Það eru ekki miklar áhyggjur í gangi hjá félaginu en framtíð Salah er í óvissu.

Ummæli Salah mun auka á áhyggjur stuðningsmanna um að Salah, sem er 32 ára, yfirgefi félagið næsta sumar. Þessi magnaði leikmaður skoraði tvívegis í 3-2 sigri gegn Southampton í gær.

„Desember er handan við hornið og ég hef ekki fengið neitt tilboð um að vera áfram hjá félaginu. Það er væntanlega líklegra að ég fari en verði áfram," segir Salah.

„Ég hef verið hjá félaginu í mörg ár. Það er ekkert félag eins og þetta. En þegar á hólminn er komið er þetta ekki í mínum höndum. En eins og ég sagði, desember er að ganga í garð og ég hef ekki fengið neitt um mína framtíð."

Salah var spurður hvort hann væri vonsvikinn yfir því að hafa ekki fengið tilboð frá Liverpool.

„Já, auðvitað. Ég elska stuðningsmennina og þeir elska mig. Þegar allt kemur til alls er þetta ekki í mínum höndum né þeirra. Bíðum og sjáum. Ég er ekki að fara að leggja skóna á hilluna á næstunni svo ég einbeiti mér að því núna að reyna að vinna ensku úrvalsdeildina með Liverpool og vonandi Meistaradeildina líka. Ég er vonsvikinn en bíðum og sjáum."

Guardian segir Liverpool rólegt yfir stöðunni og telji sig hafa átt jákvæðar viðræður við umboðsmann Salah, Ramy Abbas Issa. Það hafi verið vitað mál að það tæki tíma að framlengja við þeirra launahæsta leikmann en hann fær 350 þúsund pund í grunnlaun.

Eins og staðan er núna þá mega félög utan Englands ræða við Salah eftir fimm vikur. Hann hefur verið orðaður við Sádi-Arabíu eins og svo margir aðrir. Guardian segir Liverpool rólegt yfir stöðunni og telji sig hafa átt jákvæðar viðræður við umboðsmann Salah, Ramy Abbas Issa.
Enski boltinn - Stór frumraun, Púlarar í skýjunum og meistarar í dimmum dal
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 11 8 2 1 20 5 +15 26
2 Man City 11 7 1 3 23 8 +15 22
3 Chelsea 11 6 2 3 21 11 +10 20
4 Sunderland 11 5 4 2 14 10 +4 19
5 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
6 Aston Villa 11 5 3 3 13 10 +3 18
7 Liverpool 11 6 0 5 18 17 +1 18
8 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
9 Bournemouth 11 5 3 3 17 18 -1 18
10 Crystal Palace 11 4 5 2 14 9 +5 17
11 Brighton 11 4 4 3 17 15 +2 16
12 Brentford 11 5 1 5 17 17 0 16
13 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
14 Newcastle 11 3 3 5 11 14 -3 12
15 Fulham 11 3 2 6 12 16 -4 11
16 Leeds 11 3 2 6 10 20 -10 11
17 Burnley 11 3 1 7 14 22 -8 10
18 West Ham 11 3 1 7 13 23 -10 10
19 Nott. Forest 11 2 3 6 10 20 -10 9
20 Wolves 11 0 2 9 7 25 -18 2
Athugasemdir
banner
banner