New York Times greinir frá því að Vinícius Júnior hafi engan áhuga á því að gera nýjan samning við Real Madrid meðan Xabi Alonso er við stjórnvölinn.
Vinícius er ekki sáttur með æfingaraðferðir Alonso þar sem nýi þjálfarinn er alltof kröfuharður að mati Vini.
29.10.2025 13:42
Vinicius biðst afsökunar en nefnir ekki Alonso
Vinícius er öflugur kantmaður sem er af flestum talinn til allra bestu leikmanna heims. Hann var nálægt því að vinna Gullboltann í fyrra og hefur verið duglegur að skora og leggja upp með Real Madrid í gegnum árin.
Vinícius er 25 ára gamall og hefur komið að 201 marki í 339 leikjum með Real Madrid, auk þess að vera lykilmaður í brasilíska landsliðinu.
New York Times talaði við þrjá heimildarmenn úr röðum Real Madrid sem voru allir á sama máli. Vinícius hefur ekki áhuga á að gera nýjan samning og er búinn að láta Florentino Pérez forseta félagsins vita.
Vinícius er aðeins með eitt og hálft ár eftir af samningi sínum við stórveldið. Hann fór í samningaviðræður við Real í janúar en aðilar náðu ekki samkomulagi og svo var Alonso ráðinn til starfa.
Vinícius fór úr því að vera ósnertanlegur byrjunarliðsmaður undir stjórn Carlo Ancelotti yfir í að vera stundum tekinn af velli fyrir lokaflautið og það líkar Brassanum ekki. Hann heimtar að spila allar þær mínútur sem bjóðast þrátt fyrir gríðarlega samkeppni um sæti í byrjunarliðinu.
19.11.2025 21:00
Kroos: Hegðun Vinicius hafði oft áhrif á liðið
Athugasemdir




