Tottenham vill McTominay - Napoli reynir við Mainoo í janúar - Villa í viðræðum við Rogers um nýjan samning
   mið 29. október 2025 13:42
Elvar Geir Magnússon
Vinicius biðst afsökunar en nefnir ekki Alonso
Mynd: EPA
Vinicius Jr, vængmaður Real Madrid, hefur beðið stuðningsmenn afsökunar á viðbrögðum sínum eftir að hann var tekinn af velli í El Clasico slagnum gegn Barcelona.

Vinicius var tekinn af velli á 72. mínútu og leyndi ekki pirringi sínum og fór beint inn í göngin. Þegar hann gekk í átt að klefanum heyrðist í honum segja „Ég mun yfirgefa félagið, það er fyrir bestu."

Hann hefur nú skrifað afsökunarbeiðni á X samfélagsmiðlinum en athygli vekur að hann minnist þar á stuðningsmenn og liðsfélaga en ekki stjórann Xabi Alonso. Fjölmiðlar segja að samband þeirra sé ekki gott og nokkur rifrildi hafi átt sér stað milli þeirra.

„Ég vil biðja alla stuðningsmenn afsökunar á viðbrögðum mínum þegar ég var tekinn af velli í Clasico. Á æfingasvæðinu bað ég liðsfélaga mína, félagið og forsetann afsökunar," skrifar Vinicius.

„Stundum á ég erfitt með að ráða við keppnisskapið því ég vil alltaf vinna og aðstoða félagið sem ég elska. Ég lofa að halda áfram að berjast hverja sekúndu fyrir hagsmuni Real Madrid, eins og ég hef gert frá fyrsta degi."

Vinicius kom til Real Madrid frá Flamengo 2018 fyrir 38,7 milljónir punda og hefur skorað 111 mörk í 335 leikjum. Framtíð hans hjá spænska stórliðinu er þó í óvissu.


Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 10 9 0 1 22 10 +12 27
2 Barcelona 10 7 1 2 25 12 +13 22
3 Villarreal 10 6 2 2 18 10 +8 20
4 Atletico Madrid 10 5 4 1 18 10 +8 19
5 Espanyol 10 5 3 2 14 11 +3 18
6 Betis 10 4 4 2 15 12 +3 16
7 Elche 10 3 5 2 11 10 +1 14
8 Vallecano 10 4 2 4 12 10 +2 14
9 Athletic 10 4 2 4 9 10 -1 14
10 Getafe 10 4 2 4 10 12 -2 14
11 Sevilla 10 4 1 5 17 16 +1 13
12 Alaves 10 3 3 4 9 9 0 12
13 Celta 10 1 7 2 11 13 -2 10
14 Osasuna 10 3 1 6 9 12 -3 10
15 Levante 10 2 3 5 14 18 -4 9
16 Mallorca 10 2 3 5 11 15 -4 9
17 Real Sociedad 10 2 3 5 10 14 -4 9
18 Valencia 10 2 3 5 10 16 -6 9
19 Girona 10 1 4 5 9 22 -13 7
20 Oviedo 10 2 1 7 7 19 -12 7
Athugasemdir
banner