sun 26. janúar 2020 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Berglind lék allan leikinn í dramatískum sigri Milan
Berglind Björg Þorvaldsdóttir.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Berglind Björg Þorvaldsdóttir var í byrjunarliði AC Milan í gær og spilaði allan leikinn í útisigri á Orobica í ítölsku úrvalsdeildinni.

Leikurinn endaði 1-0 fyrir Milan og var sigurinn dramatískur því sigurmarkið kom er tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Dominika Conc.

Þetta var annar leikur Berglindar fyrir AC Milan, en hún skoraði tvennu í sínum fyrsta leik fyrir félagið. Þann leik vann Milan 3-2 gegn Roma.

Berglind er á láni hjá AC Milan frá Breiðabliki fram á vor.

Milan er eftir 12 leiki með 26 stig í ítölsku úrvalsdeildinni og er liðið í þriðja sæti, tveimur stigum á eftir Fiorentina sem er í öðru sæti. Á toppnum er Juventus með 37 stig úr 13 leikjum.

Hér að neðan má sjá það helsta úr leiknum í gær.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner