Kevin De Bruyne og Varane til Saudi Arabíu - Solanke til West Ham - Chelsea vill Ramsdale frá Arsenal
banner
   fim 26. janúar 2023 23:43
Ívan Guðjón Baldursson
Fulham reynir við Lukic hjá Torino
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA

Fulham hefur verið að gera flotta hluti á úrvalsdeildartímabilinu og vill Marco Silva knattspyrnustjóri bæta breiddina í hópnum hjá sér fyrir lok janúargluggans.


Serbneski miðjumaðurinn Sasa Lukic virðist vera tilvalinn leikmaður fyrir Silva og er Fulham í viðræðum við Torino um kaup á honum.

Fulham þyrfti að greiða um 8 milljónir evra fyrir Lukic sem er 26 ára gamall og hefur reynst mikilvægur hlekkur í liði Torino undanfarin misseri.

Lukic hefur verið í herbúðum Torino siðan 2016 og á 35 landsleiki að baki fyrir Serbíu. Samningur hans við Torino rennur út sumarið 2024. 

Lukic gæti reynst flottur liðsstyrkur fyrir Fulham sem er í sjöunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 31 stig eftir 21 umferð.

Torino ætlar að nýta peninginn til að fjármagna hluta af kaupum á Ivan Ilic, sem er 21 árs miðjumaður fallbaráttuliðs Verona.

Olympique Marseille er þó með í baráttunni um Ilic sem ólst upp í herbúðum Manchester City og á sjö landsleiki að baki fyrir Serbíu eftir að hafa verið lykilmaður upp unglingalandsliðin.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner