Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 26. janúar 2023 20:40
Ívan Guðjón Baldursson
Milan orðað við Saint-Maximin - McKennie til Leeds?
Mynd: EPA

Það eru háværir orðrómar á sveimi er varða franska kantmanninn Allan Saint-Maximin og bandaríska miðjumanninn Weston McKennie.


Ítalíumeistarar Milan eru sagðir hafa áhuga á Saint-Maximin sem Sky Italia heldur fram að kosti ekki nema um 30 milljónir evra.

Saint-Maximin er dottinn úr byrjunarliði Newcastle eftir að hafa orðið fyrir meiðslum í haust og er enska félagið sagt vera reiðubúið til að selja hann fyrir rétta upphæð.

Saint-Maximin er ekki efstur á óskalista Milan, hann er næstur á lista eftir Nicoló Zaniolo. Ef það gengur ekki að fá Zaniolo til félagsins er Saint-Maximin næsta skotmark.

Milan á þó ekki 30 milljónir evra og þarf að fá leikmanninn á lánssamningi, sem flækir möguleg skipti. Newcastle er að reyna að fá Anthony Gordon frá Everton og ef það gengur upp verður afar lítið pláss eftir fyrir Saint-Maximin.

Sky á Ítalíu heldur því einnig fram að Weston McKennie gæti skipt yfir til Leeds United fyrir gluggalok. Leeds og Juventus eru í viðræðum um félagsskipti og gæti þessi bandaríski landsliðsmaður komið á lánssamningi með kaupmöguleika. Juve þarf að lækka launaseðilinn sinn.

McKennie er 24 ára gamall og samningsbundinn Juve til 2025.

Saint-Maximin er 25 ára og með samning við Newcastle til 2026.


Athugasemdir
banner
banner
banner