Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 26. febrúar 2021 10:40
Elvar Geir Magnússon
Pogba snýr aftur í fyrsta lagi um miðjan mars
Paul Pogba.
Paul Pogba.
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær segir að Paul Pogba sé enn einhverjum vikum frá endurkomu. Pogba er meiddur á læri og hefur misst af fimm síðustu leikjum Manchester United.

Samkvæmt nýjustu fréttum snýr hann af meiðslalistanum í fyrsta lagi um miðjan mars.

„Það eru enn nokkrar vikur í Paul," segir Solskjær en hann telur að Donny van de Beek, Edinson Cavani og Scott McTominay, geti mætt Chelsea á sunnudaginn.

„Scott, Donny og Edinson; þeir verða vonandi með um helgina. Við þurfum að skoða Daniel James betur."

Það má búast við hörkuleik á sunnudaginn en Chelsea hefur verið á flottu skriði og er í baráttu um Meistaradeildarsæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner